Tilraunatölfræði


Færnispá

Samantekt

Ríki um allan heim eru í vaxandi mæli að átta sig á mikilvægi þess að sýna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Aukin óvissa, hraðari tæknibreytingar og flóknari samsetning efnahagslífs kalla á breyttar áherslur í mennta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ef ríki ætla sér að auka samkeppnishæfni og bæta lífskjör. Hér er gerð tilraun til þess að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035.

Lýsing

Birtar eru upplýsingar um horfur fram til ársins 2035 fyrir tíu menntasvið, fjögur menntastig og tíu atvinnugreinabálka. Þessar spár byggja á gögnum um hæstu menntun einstaklinga, fjölda einstakinga eftir atvinnugreinabálkum, fjölda auglýstra starfa auk talna um mannfjölda og mannfjöldaspá. Menntun samkvæmt ÍSNÁM2008 flokkunarkerfinu er skipt í tíu almenn menntunarsvið: Almennt nám (0), Kennaranám og menntunarfræði (1), Hugvísindi og listir (2), Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði (3), Raunvísindi, stærðfræði og tölvunarfræði (4), Verkfræði, framleiðsla og mannvirkjagerð (5), Landbúnaður og dýralækningar (6), Heilbrigði og velferð (7), Þjónusta (8) og Óskilgreint nám (9). Menntun samkvæmt ÍSMENNT2011 flokkunarkerfinu er skipt í fjögur menntunarstig: Grunnmenntun (stig 1-2), Bóknám á framhaldsskóla- og viðbótarstigi (stig 30, 36, 37, 40, 43 og 44), Starfsmenntun á framhaldsskóla- og viðbótarstigi (stig 31, 32, 33, 34, 35, 41 og 42) og Háskólamenntun (stig 5 8). Atvinnugreinar samkvæmt Íslenskri atvinnugreinaflokkun - ÍSAT2008 skiptast í tíu atvinnugreinabálka: Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar (flokkur A), Framleiðsla, námugröftur, veitustarfsemi og meðhöndlun úrgangs (flokkar B-E), Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (flokkur F), Heildsala og verslun, samgöngur og geymslusvæði, rekstur veitinga- og gististaða (flokkar G-I), Upplýsingar og fjarskipti (flokkur J), Fjármála- og vátryggingastarfsemi (flokkur K), Fasteignaviðskipti (flokkur L), Ýmis sérhæfð þjónusta (flokkar M-N), Opinber stjórnsýsla, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónusta (flokkar O-Q) og Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi, félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi (flokkar R-U).

Spár fram að 2035 segja til um fyrirséðan fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda lausra starfa innan hvers atvinnugreinabálks.

Markmið

Hér er gerð tilraun til þess að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda lausra starfa innan hvers atvinnugreinabálks fram til ársins 2035.

Færnispá 2021-2035

Síðast uppfært: 15. desember 2021

Í færnispá Hagstofu Íslands 2021 eru birtar spár um framboð og eftirspurn vinnuafls fram til ársins 2035. Greint er frá horfum fyrir tíu menntunarsvið, fjögur menntunarstig og tíu atvinnugreinabálka. Leitni fyrri ára er metin og framreiknuð til ársins 2035. Spárnar byggja á þeirri forsendu að mennta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmál á Íslandi haldist í meginatriðum óbreytt á spátímabilinu þar sem línuleg leitni fyrri ára er notuð í framreikninga. Að auki er nauðsynlegt að undirstrika að um er að ræða fyrstu útgáfa færnispár Hagstofu Íslands en stefnt er að því að uppfæra hana árlega.

Á tímabilinu 2017-2035 er gert ráð fyrir að fólki á aldrinum 16-74 ára fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns sem svarar til 19% aukningar. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan er búist við mestri hlutfallslegri fjölgun árið 2035 samanborið við 2017 á meðal þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi (ÍSAT2008 flokkur K) og ýmissri sérhæfðri þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) af því sem nemur 99% (5.700 einstaklingar) og 53% (9.500 einstaklingar). Reiknað er með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum (ÍSAT2008 flokkur A) eða um 61% (4.000 einstaklingar). Mikilvægt er að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum er tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar er gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ÍSAT2008 flokkum A, C, F, G, H, I, N, P, Q og R.


Færnispá

Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035.

Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun.


Færnispá

Talið er að fjöldi fólks með framhaldsmenntun (aðra en ÍSNÁM2008 svið 0, almennt nám) fjölgi verulega á spátímabilinu og er gert ráð fyrir fjölgun einstaklinga með menntun á öllum námssviðum nema menntun í landbúnaði eða dýralækningum (ÍSNÁM2008 svið 6) eða þjónustu (ÍSNÁM2008 svið 8). Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er séð fram á að mesta hlutfallslega aukningin verði á meðal þeirra sem eru með raunvísindi, stærðfræði og tölvunarfræði sem hæstu menntun (ÍSNÁM2008 svið 4) eða sem nemur 59% aukningu (4.000 einstaklingar). Þessa aukningu á flestum menntunarsviðum má m.a. rekja til aukins mannfjölda á tímabilinu og aukinna krafna um formlega menntun í samfélaginu.


Færnispá


Talnaefni

Færnispá 15122021 (xlsx)


Lýsigögn

Sjá nánar um aðferðarfræði færnispár í lýsigögnum.


Öllum eru heimil afnot af tilraunatölfræði Hagstofu Íslands. Vinsamlegast getið heimildar.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1038. Netfang: ragnhildur.g.finnbjornsdottir@hagstofa.is