Efnahagur

Hagstofa Íslands tekur saman upplýsingar um utanríkisverslun Íslands, þ.e. útflutning og innflutning á vöru og þjónustu, og reiknar vöruskipti við útlönd og þjónustujöfnuð sem eru mikilvægir mælikvarðar á efnahagsþróun í landinu. Upplýsingar um vöruviðskipti eru fengnar að mestu úr tollskýrslum en upplýsingar um þjónustuviðskipti koma aðallega frá fyrirtækjum og úr gögnum um greiðslukortaviðskipti.