Rafræn gagnaskil fyrir fjárhagsupplýsingar sveitarfélaga

Fjárhagsupplýsingum sveitarfélaga er safnað ársfjórðungslega. Til þess að geta sent fjárhagsupplýsingar rafrænt þarf að hafa notandanafn og lykilorð. Vefslóð að rafrænum skilum er https://rannsokn.hagstofa.is/vefskil2/Default.aspx?col=fjrhsvf 

Hagstofan, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið  standa nú sameiginlega að innsöfnun fjárhagsupplýsinga sveitarfélaganna.  Verkefnið hefur verið unnið undir hatti Upplýsingaveitu sveitarfélaganna.  Söfnunin gerir ráð fyrir mun ítarlegri skilum úr bókhaldi sveitarfélaganna.  Markmiðið er að sveitarfélögin þurfi aðeins að skila gögnum einu sinni og á einum stað.  Verkefnið er mikil lyftistöng fyrir hagskýrslugerðina en um leið fást miklu betri upplýsingar um stöðu sveitarfélaganna þeim sjálfum og íbúum þeirra til hagsbóta.

Efnisleg lýsing á skilunum er að finna í reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga[GG2] .  Samskvæmt henni eiga sveitarfélögin að skila ársfjórðungslega sundurliðuðum upplýsingum úr bókhaldi sínu.  Skýrslurnar komi beint úr bókhaldskerfum sveitarfélaganna.  Gögnunum er skilað á xml formi til Hagstofu.

Upplýsingaveita sveitarfélaganna - xml gagnaskil

Format skýrslu

Nýjasta úttgáfa er 0.4 frá 4.9.2012.  (Bætt við eigindum vegna sendanda og tegund breytinga.)

Vefþjónusta

Skila skal skýrslunum í gegnum vefþjónustu, til þess þarf notandanafn og lykilorð. 

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Halldór Ágústsson  í síma 528 1226