Íbúar

Fyrsti framreikningur um mannfjölda á Íslandi var gerður 1961 vegna Framkvæmdaáætlunar ríkisins og náði til ársins 2000. Síðan stóð Hagstofa Íslands að hliðstæðum framreikningi árin 1972, 1986, 1995, 2001, 2002, 2007, 2008 og 2010 og árlega frá 2010. Í forsendum framreikningsins er stuðst við upplýsingar úr þjóðskrá um mannfjölda, fædda, dána, búferlaflutninga og áætlaða meðalævilengd á komandi árum.