Rafræn gagnaskil fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga

Verðsöfnun fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga fer fram árlega. Til þess að geta sent gögn um félagsþjónustu sveitarfélaga rafrænt þarf að hafa notandanafn og lykilorð að Vefskilakerfi Hagstofu Íslands.

Nánari upplýsingar veita:
Kristinn Karlsson í síma 528 1060
Sigrún Jóhannesdóttir 528 1227

Ef smellt er á “Felagsthjonusta.xlsx” á vefskilasíðunni, þá opnast skráin og hægt er að vista hana í eigin tölvu. Ekki skiptir máli undir hvaða nafni skráin er vistuð hjá notanda.
Síðan þegar búið er að fylla út skýrsluna er farið aftur inn á öruggt vefskilasvæði https://rannsokn.hagstofa.is/vefskil2/?col=felthjsvf. Þar er sett inn auðkenni og lykill sem kemur fram í upprunalegu kynningarbréfi. Síðan er leitað að skránni í viðkomandi tölvu og hún send.