Nánar um flokk

Ţjóđhagsreikningar

Ţjóđhagsreikningum er ćtlađ ađ gefa eins konar heildarmynd af efnahagsstarfseminni í ţjóđarbúskapnum. Lykilstćrđin er landsframleiđslan sem sýnir ţau verđmćti sem verđa til sem afrakstur af starfseminni og ćtluđ eru til endanlegra nota. Unnt er ađ meta ţessi verđmćti međ tvennum hćtti, annars vegar ţegar eđa ţar sem ţeim er ráđstafađ eđa ţar sem ţau myndast. Er ţví ýmist talađ um ráđstöfunaruppgjör eđa framleiđsluuppgjör. Ráđstöfunaruppgjöriđ sýnir skiptingu landsframleiđslunnar í einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndun og utanríkisverslun. Framleiđsluuppgjöriđ sýnir aftur á móti í hvađa atvinnugreinum landsframleiđslan myndast.

Viđ gerđ ţjóđhagsreikninga í Íslandi eins og í flestum, ef ekki öllum ţjóđum heims er fylgt ţjóđhagsreikningakerfi Sameinuđu ţjóđanna (SNA 1993) en Evrópusambandiđ og EES-ríkin fylgja evrópskri útgáfu ţess kerfis (ESA 95). Lýsingu á ađferđum viđ gerđ íslenskra ţjóđhagsreikninga er ađ finna í Gross National Income Inventory (ESA95) - 2008.

Ţjóđhagsreikningar eru birtir á vefsíđum Hagstofunnar, í árbók hennar Landshögum og í Hagtíđindum, bćđi í vefútgáfu og prentađri útgáfu. Ađgangur ađ efni á vef Hagstofunnar er öllum opinn án endurgjalds. Hvađ árstölur snertir, eru fyrstu niđurstöđur fyrir nýliđiđ ár birtar í mars en endurskođađar tölur eru síđan birtar í september, hvort tveggja samkvćmt birtingaráćtlun Hagstofunnar. Tölur fyrri ára eru jafnframt endurskođađar eftir ţví sem tilefni er til. Ársfjórđungstölur eru bitar samkvćmt birtingaáćtlun í mars (4. ársfj. fyrra árs), júní (1. ársfj. líđandi árs), september (2. ársfj. líđandi árs) og desember (3. ársfj. líđandi árs). Niđurstöđur eru birtar öllum samtímis á vef Hagstofunnar.

Fjármál hins opinbera

Hagstofan tekur saman yfirlit yfir fjármál hins opinbera, ţađ er ríkissjóđ, sveitarfélögin og almannatryggingar. Ađ stofni til er byggt á ársreikningum ţessara ađila en viđ úrvinnslu efnisins er fylgt ţjóđhagsreikningakerfi Sameinuđu ţjóđanna SNA 1993 og evrópskri útgáfu ţess kerfis (ESA 95). Einnig er byggt á handbók Evrópusambandsins Manual on Government Deficit and Debt og stađli Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins Government Finance Statistics Manual. Samkvćmt ţessum stöđlum á ađ bókfćra ýmsa liđi međ öđrum hćtti en gert er í birtum reikningum ríkis og sveitarfélaga. Dćmi af ţessu tagi eru lífeyrisskuldbindingar, sala eigna og afskrift skattkrafna. Af ţessu leiđir ađ niđurstöđur bćđi ađ ţví er varđar tekjur, gjöld og afkomu verđa ađrar en fram koma í birtum reikningum ríkis og sveitarfélaga.

Fyrstu tölur um fjármál hins opinbera fyrir liđiđ ár eru birtar um miđjan mars samhliđa ţjóđhagsreikninum. Ţessar tölur eru síđan endurskođađar um miđjan september, einnig samhliđa ţjóđhagsreikningum. Tölur fyrri ára eru endurskođađar, bćđi í mars og september, eftir ţví sem ástćđa er til.  Ársfjórđungslega eru birt samandregin yfirlit um afkomu ríkis og sveitarfélaga. Ţessi yfirlit eru birt í lok nćsta ársfjórđungs á eftir ţeim sem lýst er.

Frá ársbyrjun 2005 hefur notendahópur um ţjóđhagsreikninga starfađ á vegum Hagstofunnar.

Ţjónusta sem veitt er:

  • Almennum fyrirspurnum er svarađ í síma 528 1100 og međ tölvupósti.
  • Á bókasafni Hagstofunnar eru veittar upplýsingar um ţjóđhagsreikninga og fjármál hins opinbera og hćgt er ađ fá ţar ljósrit úr skýrslum eđa gögn í tölvutćku formi.
     

Nánari upplýsingar veitir:

Guđrún Ragnheiđur Jónsdóttir deildarstjóri ţjóđhagsreikninga og opinberra fjármála í síma 528 1121

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi